Upptökur frá þriðjudagskvöldum

Félag um vipassana hugleiðslu býður uppá hugleiðslukvöld í Yogavin alla þriðjudaga kl. 20.00

Tónheilun djúpslökun

Í þessari 30 mínútna tónheilun er í upphafi leitt inní fjórar stoðir núvitundar til að efla meðvitund og kyrra hugann. Tíðni og tónar kristalskálanna skapa jafnvægi í öllu orkusviði líkamans og gefa djúpa og nærandi hvíld.

Ásta Arnardóttir þriðjudagskvöld í Yogavin, 17.03.2020

Sækja

 

Metta hugleiðsla

Metta hugleiðsla er leidd hugleiðsla sem vökvar fræ vináttu og góðvildar. Í upphafi og lok hugleiðslunnar er sungin mantra “Om tare tuttare ture soha”, heilandi mantra samkenndar og friðar. Tilvalið að syngja með í upphafi og í lokin.

Ásta Arnardóttir þriðjudagskvöld í Yogavin, 17.03.2020

Sækja