Á döfinni

Dagskrá haust 2023

Núvitund hugleiðslukvöld hefjast 19. september

þriðjudaga kl. 20.30 – 10.00

Vipassana – dharmastund – metta

Á haustönn 2023 bjóðum við uppá þrjár fjögurra vikna lotur tileinkaðar kennslu Buddha Dharma. Í lok hverrar lotu verður boðið uppá hugleiðsludag eða kyrrðardag á sunnudegi. Öll hugleiðslukvöldin eru opin og hægt að mæta í eitt skipti eða fleiri, taka þátt í einni lotu eða fleiri allt eftir því sem hentar hverjum og einum. Á þriðjudagskvöldum er stutt hugleiðing, hugleiðsla 30 mín, te og dharmastund, metta og möntrur í lokin. Á kyrrðardögum er iðkað í þögn 8 – 14, kyrrðardagar hefjast á meðvitaðri hreyfingu, leidd hugleiðsla, gönguhugleiðsla, dharmahugleiðing, matarhugleiðsla, gönguhugleiðsla, metta hugleiðsla, möntrur í lokin.

budda.yogavin

ÞAÐ SEM OPNAR, fjórfaldi sannleikurinn, 4 vikur hefst 19. sept

KYRRÐARDAGUR 15. október kl. 8 – 14

Ásta Arnardóttir leiðir, frætt um fjórfalda sannleikann og hvernig sú kennsla hjálpar okkur að opna inní augnalbíkið hér og nú, vera með því sem er . Mörg okkar upplifa að loka eða aftengja þegar skynjun er óþægileg eða sársaukafull. Fyrsta kennsla Budda var kennslan um fjórfalda sannleikann að opna og tengja jafnvel þegar eitthvað er óþægilegt og þannig að finna leiðina heim í okkar sanna eðli visku og kærleika. Við ljúkum á kyrrðardegi þar sem iðkað er í þögn og notið leiðsagnar, dharmahugleiðingar og möntrur í lokin.

ÞAÐ SEM ELSKAR, Brahma Vihara hefst 17. okt

KYRRÐARDAGUR 12. nóvember kl. 8 – 14

Ásta Arnardóttir, Finnbogi Gunnlaugsson, Áróra Helgadóttir og Nicole Keller leiða hugleiðslukvöld sem hlúa að hjartanu með hugleiðingu um metta, mudita, karuna og upekka. Brahma Vihara er leidd hugleiðsla þar sem við vökvum fræ góðvildar og kærleika. Fyrstu vikuna leiðir Ásta metta hugleiðslu og fræðir um metta, góðvild komið af orðinu mitra = vinur. Áróra leiðir karuna eða samkennd, þegar góðvild og vinátta mætir sársauka og þjáningu. Finnbogi leiðir mudita að samgleðijast, þegar góðvild og vinátta mætir gleði. Nicole leiðir Upekka eða æðruleysi þegar við stöndum sterk í vináttu og kærleika hvað sem á dinur.  Við ljúkum á kyrrðardegi þar sem iðkað er í þögn og notið leiðsagnar, dharmahugleiðingar og möntrur í lokin.

ÞAÐ SEM FRELSAR, Sunyata hefst 14. nóvember

KYRRÐARDAGUR 10. desember kl. 8 – 14

Finnbogi Gunnlaugsson leiðir hugleiðslukvöld sem byggja á bók Rob Burbea “Seeing That Frees”. Rob Burbea var kennari í Gaia House og þróaði meðal annars Soulmaking Dharma. Hann lést ungur að aldri 2020 en skildi eftir sig djúpa innsýn inní sunyata eða tómið og djúpa kennslu þess efnis sem hlusta má á m.a. á dharmaseed.org. Sjá nánra um hann https://hermesamara.org. Nánari uppl´ýsingar um þessa lotu eru væntanlegar.

Kyrrðarvaka að vori með Sharda Rogell 16. – 22. maí 2024

silent retreat with Sharda Rogell assisted by Ásta Arnardóttir
image (2)

In the still pool of retreat silence, we will engage in meditative practices
together in order to open to the possibility of seeing ourselves and others
more clearly with wisdom and compassion. Infusing our body, heart and
mind with present-moment embodied awareness, we will explore together a
spontaneous, wise and open-hearted relationship with the moment-to-
moment changing flow of life’s experience. Awareness practice can also
reveal layers of physical and emotional tension and pain. Therefore, as we
open to the truth of our experience, we learn to cultivate a capacity for
compassionately holding our suffering and transforming it into a deep
sense of well-being.

Within the beauty of the surrounding nature, we will deepen into mindful
awareness and awaken our hearts together through alternating periods of
sitting and walking meditation, dharma talks, small groups and discussions
in the hall. Sharda and Asta invite both new and experienced meditators to
participate in this deep immersion into awakening True Being.

All are welcome.

Nánari upplýsingar væntanlegar

 

Megi allir vera hamingjusamir 

Megi allir lifa í friði og sátt