Það er okkur sönn ánægja að bjóða uppá tækifæri til að iðka hugleiðslu og núvitund samkvæmt hinni aldagömlu dana hefð. Dana þýðir gjöf og er mikilvæg iðkun í buddisku hefðinni. Samkvæmt buddisku hefðinni er kennslan gefin og iðkendur gefa frjáls framlög eftir því sem andinn blæs í brjóst og aðstæður leyfa. Þannig skapast tækifæri að iðka traust og gjafmildi og einnig samhjálp og möguleika fyrir alla að iðka óháð fjárhag.
Við höfum notið þess að sitja saman einu sinni í viku frá árinu 2009 og boðið uppá iðkunina samkvæmt dana hefðinni. Innkoma til að greiða húsaleigu og skapa aðstæður fyrir iðkun er háð dana / frjálsum framlögum. Við erum mjög þakklát fyrir hversu vel þetta hefur gengið og félagið hefur með innkomu frá dana greitt húsaleigu, plakat, látið sauma hugleiðslupúða og hugleiðslusessur og staðið fyrir kyrrðarvökum ár hvert frá 2010 núna síðast með Sharda Rogell 2024. Kennarar og skipuleggjendur í Insight Meditation hefðinni þiggja ekki laun fyrir kennslu eða framkvæmdarstörf en það er hefð fyrir því í lok kyrrðarvöku eða eftir dharmahugleiðingar eða hugleiðslustundir að gefa dana til kennara, leiðbeinanda og framkvæmdaraðila.
Á þriðjudögum og sunnudögum er danakassi í Yogavin og hægt að gefa í hann eða leggja inná reikning. Hver og einn getur gert þetta eins og hentar best. Sumir greiða einu sinni á ári, aðrir þegar þeir mæta, enn aðrir af og til eftir sem aðstæður leyfa. Allar gjafir eru vel þegnar en mikilvægasta gjöfin er auðvitað að mæta til leiks og við erum mjög þakklát fyrir samveruna á þriðjudögum og sunnudögum og á þeim kyrrðarvökum sem við höfum haldið.
Hægt er að gefa dana inná reikninginn okkar
Vipassana félag um hugleiðslu
kt. 541011 2340
Banki: 115-15-631071
Þökkum ástsamlega góðar stundir í iðkuninni eins og Thick Naht Hahn orðaði svo fallega:
“The most precious gift we can offer others is our presence. When mindfulness embraces those we love, they will bloom like flowers.”