Kyrrðarvaka

603222ef-4322-4b76-b2be-4e6c35e68886

Hjartnæm iðkun núvitundar opnar inní stefnumótið við það sem er hér og nú. Á kyrrðarvöku njótum við kyrrðar og hvíldar frá amstri dagsins og stuðnings til að líta inná við og mæta skynjun í kærleiksríkri nærveru. Iðkun núvitundar eflir skýrleika og gefur innsýn inní rót þjáningarinnar, gömul mynstur ótta og óöryggis fá tækifæri til umbreytingar í meðvitaðri og hjartaopnandi iðkun.

 

Á þessari kyrrðarvöku er lögð áhersla á traust og vellíðan. Að hlúa að líkama, tilfinningum og huga á jákvæðan hátt í mildi og meðvitund. Við iðkum saman listina að skapa vellíðan, að hlúa að lífinu, að velja meðvitað frá augnabliki til augnabliks að lifa í kærleika, friði og sátt. Að skapa falleg, djúp og nærandi tengsl við sjálf okkur og aðra. Að mæta gömlum vana í mildi og meðvitund og velja það sem er nærandi og hlúir að lífinu hér og nú. Við leikum okkur að því að efla meðvitund sem skapar vernd og traust og leiðir heim í visku hjartans.

 

Í kyrrð og fegurð náttúrunnar dýpkum við iðkun núvitundar í nærandi samveru með sitjandi hugleiðslu, gönguhugleiðslu, meðvitaðri hreyfingu, tónheilun, yoga nidra og möntrusöng. Kyrrðarvakan er haldin í þögn með leiðsögn kennara, dharmahugleiðingar og leiddar hugleiðslur vökva fræ visku og kærleika. Einnig gefst tækifæri að hittast í smærri hópum í samtali sem styður við iðkunina.

 

Kyrrðavakan er opin bæði fyrir byrjendur og reynda iðkendur.

 

Ásta Arnardóttir hefur kennt yoga frá 1999, yogakennaranám frá 2010 og stofnaði Yogavin 2014. ún lauk RYS 200 yogakennaranámi frá Kripalu Center for Yoga and Health 1999, Yin Yoga kennarnám Sarah Powers 2013, Total Yoga Nidra Teacher Training Uma og Nirlipta Tuli í Yogavin 2014 , 300 RYS Brahmaniyoga Level II Teacher Training Julie Martin 2016, Yoga Nidra Teacher training Matsyandra í Yogavin 2017, Pranayama Teacher Training, Matsyandra í Yogavin 2021. Yoga raddarinnar í Sri Vidya hefðinni með Russil Paul 2019. Ásta er stofnfélagi Félags um vipassana hugleiðslu, situr í stjórn félagsins og hefur haldið kyrrðarvökur á þess vegum frá 2011. Hún hefur stundað hugleiðslu frá 1997 og farið reglulega á kyrrðarvökur (silent retreat) til Gaia House, Spirit Rock Meditation Center og IMS en þar tók hún þátt í 3 mánaðar kyrrðarvöku haustið 2013. Ásta hefur helgað starfsæfi sína kennslu og leiðsögn, kennt yogakennaranám frá 2010 og útskrifað á annað hundrað yogakennara. Hún hefur fjölbreytta verkfærakistu í farteskinu sem nýtist fjölbreyttum hópi iðkenda til aukinnar meðvitundar, bættrar heilsu og velsældar í daglegu lífi.

 

 

Nicole Keller er yogakennari og jarðefnafræðingur með ástríðu fyrir eldfjöllum og öllum undrum náttúrunnar. Hún lærði og vann sem visindamaður í ýmsum háskólum erlendis í tæpa 2 áratugi og hefur starfað á sviði loftlagsmála hjá Umhverfisstofnun frá 2016. Hún hefur stundað yoga síðan 2005 og lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin vorið 2022. Hún hefur stundað vipassana hugleiðslu frá 2018 og lauk hugleiðslukennaranám hjá Jack Kornfield og Tara Brach 2025. Í yogaiðkun sinni leggur hún áherslu á tengsl á milli líkamans, sálarinnar og umheimsins og skapar öruggt og traust rými fyrir iðkendur til að rannsaka og dýpka þessi tengsl.

 

Dóra Emils listakokkur kokkar gómsætt grænmetisfæði

 

Kyrrðarvakan er haldin í Skálholtsbúðum þar eru tveggja manna herbergi, fallegur hugleiðslusalur, matsalur og heitur pottur.

Verð 90.000 – fæði og gisting 4 nætur

Kennsla – dana frjáls framlög 

Það er ökkur sönn ánægja að bjóða uppá kyrrðarvöku í dana hefðinni. Kennsla fer fram á dana þar sem iðkendur gefa frjáls framlög í lok kyrrðarvöku. Sjá nánar um dana

Skráning smelltu hér

Hafa samand

Sjá myndir frá kyrrðarvökum

Hlusta á dharmahugleiðingu