Um okkur

Félag um innsæishugleiðslu (vipassana) á Íslandi var stofnað 2011 og markmið félagsins er að vera vettvangur fyrir iðkun hugleiðslu eins og hún er kennd í vipassana hefðinni. Félagið tengist Insight Meditation í gegnum Sharda Rogell sem er einn af leiðandi kennurum Spirit Rock í Kaliforniu. Systursetur þess eru Gaia House í Englandi og IMS í Masachusett. Félagið stendur árlega fyrir kyrrðarvöku með reyndum kennurum úr vipassana hefðinni, Sharda Rogell kenndi kyrrðarvöku 2015 – 2017 og vorið 2018 bjóðum við velkominn Yanai Postelnik sem er einn af leiðandi kennurum í Gaia House og IMS.

Iðkun núvitundar (mindfullness) er grunnurinn í innsæishugleiðslu og á rætur sínar að rekja til kennslu Budda. Rannsóknir sýna að iðkun núvitundar eflir jákvæða hugsun, eykur vellíðun í daglegu lífi og mörg einkenni streitu og kvíða minnka eða hverfa. Núvitund má iðka í formlegri hugleiðslu eða óformlegri iðkun í daglegu lífi við dagleg störf.

Innsæishugleiðsla leggur áherslu á formlega iðkun vipassana (innsæi) hugleiðslu og metta (góðvild) hugleiðslu sem og iðkun núvitundar í daglegu lífi. Buddadharma eða kennsla budda er leiðarljós iðkunarinnar. Meginstoðir kennslunnar eru fjórfaldi sannleikurinn, áttfalda leiðin og gjafirnar fimm. Markmið iðkunarinnar er að styðja hvort annað í þeirri vegferð að hlúa að lífinu á jörðinni og færa andlega iðkun inn í daglegt líf.

Við bjóðum uppá hugleiðslu alla þriðjudaga. Þá er vipassana hugleiðsla í 30 mín, dharmasamtal í 30 mín og metta hugleiðsla í 30 mín. Boðið er uppá grunnnámskeið og er það tilkynnt sérstaklega. Einnig eru haldnar kyrrðarvökur að vori.

 

Megi allar lifandi verur vera hamingjusamar

Megi allar lifandi verur vera verndaðar

Megi allar lifandi verur vera heilbrigðar

Megi allar lifandi verur lifa í friði og sátt