Aside

 

Hugleiðsla alla þriðjudaga kl. 20.00 – 21.30

Núvitund, vipassana, metta. Verið hjartanlega velkomin.

Dana / frjáls framlög.

Yogavin, Grensásvegi 16.

Keyrt upp með húsinu vinstra megin og gengið inn aftan við húsið, næg bílastæði á bakvið. Sjá nánari upplýsingar.

 

Núvitund hugleiðslukvöld hefjast 19. september

Á haustönn 2023 bjóðum við uppá þrjár fjögurra vikna lotur tileinkaðar kennslu Buddha Dharma. Í lok hverrar lotu verður boðið uppá hugleiðsludag / kyrrðardag á sunnudegi. Öll hugleiðslukvöldin eru opin, þ.a. hægt að mæta í eitt skipti eða fleiri, taka þátt í einni lotu eða fleiri, allt eftir því sem hentar hverjum og einum. Á þriðjudagskvöldum er stutt hugleiðing, hugleiðsla í 30 mín, te og dharmastund, metta og möntrur í lokin.

 

19. sept, 4 vikur

ÞAÐ SEM OPNAR – Fjórfaldi sannleikurinn

KYRRÐARDAGUR 15. október kl. 8 – 14

Ásta Arnardóttir leiðir. Fræðsla um fjórfalda sannleikann og hvernig sú kennsla hjálpar okkur að opna inní augnalblikið hér og nú; að vera með því sem er. Mörg okkar upplifa það að loka eða aftengja þegar skynjun er óþægileg eða sársaukafull. Fyrsta kennsla Budda var kennslan um fjórfalda sannleikann, að opna og tengja jafnvel þegar eitthvað er óþægilegt og þannig að finna leiðina heim í okkar sanna eðli visku og kærleika.

Við ljúkum á kyrrðardegi þar sem iðkað er í þögn og notið leiðsagnar, dharmahugleiðingar og möntrur í lokin.

 

17. okt, 4 vikur

ÞAÐ SEM ELSKAR – Brahma Vihara 

KYRRÐARDAGUR 12. nóvember kl. 8 – 14

Ásta Arnardóttir, Finnbogi Gunnlaugsson, Áróra Helgadóttir og Nicole Keller leiða hvert sitt hugleiðslukvöld sem hlúa að hjartanu með hugleiðingu um metta, mudita, karuna og upekka. Brahma Vihara er leidd hugleiðsla þar sem við vökvum fræ góðvildar og kærleika. Fyrstu vikuna leiðir Ásta metta hugleiðslu og fræðir um metta, góðvild komið af orðinu mitra = vinur.  Áróra leiðir karuna eða samkennd, þegar góðvild og vinátta mætir sársauka og þjáningu. Finnbogi leiðir mudita að samgleðijast, þegar góðvild og vinátta mætir gleði. Nicole leiðir Upekka eða æðruleysi þegar við stöndum sterk í vináttu og kærleika hvað sem á dynur.

Við ljúkum á kyrrðardegi þar sem iðkað er í þögn og notið leiðsagnar, dharmahugleiðingar og möntrur í lokin.

 

14. nóvember, 4 vikur

ÞAÐ SEM FRELSAR – Sunyata

KYRRÐARDAGUR 10. desember kl. 8 – 14

Finnbogi Gunnlaugsson leiðir hugleiðslukvöld sem byggja á bók Rob Burbea “Seeing That Frees”. Rob Burbea var kennari í Gaia House og þróaði meðal annars Soulmaking Dharma. Hann lést ungur að aldri 2020 en skildi eftir sig djúpa innsýn inní sunyata eða tómið og djúpa kennslu þess efnis sem hlusta má á m.a. á dharmaseed.org. Sjá nánra um hann https://hermesamara.org. Nánari uppl´ýsingar um þessa lotu eru væntanlegar.

Við ljúkum á kyrrðardegi þar sem iðkað er í þögn og notið leiðsagnar, dharmahugleiðingar og möntrur í lokin.

 

Kyrrðarvaka / Vipassana Silent Retreat að vori með Sharda Rogell 16. – 22. maí 2024

 

20200610_114920

 

 

 

Megi allar skynverur vera hamingjusamar

Megi allir lifa í friði og sátt

Megi allar skynverur þekkja sitt sanna eðli viksu og kærleika