Hugleiðsla alla þriðjudaga kl. 20.00 – 21.30, Yogavin, Grensásvegi 16. Núvitund, vipassana, metta. Verið hjartanlega velkomin. Dana / frjáls framlög. Keyrt upp með húsinu vinstra megin og gengið inn bak við húsið, næg bílastæði bak við húsið. Sjá nánari upplýsingar.

Elsku vinir

Vegna samkomubanns falla hugleiðslukvöld niður frá og með 24. mars og þar til samkomubanni lýkur.

Við hvetjum alla til að leggja sitt að mörkum að skapa vernd og traust. Við getum nálgast næstu vikur í anda kyrrðarvökunnar og skapað verndað umhverfi til iðkunar heima fyrir og hlúð að hvort öðru í öllum samskiptum.

Það er mikilvægt að vökva fræ vináttu og samkenndar til að skapa ró og traust og iðkunin er sannarlega vel til þess fallin. Þó að við hittumst ekki í Yogavin getum við haldið áfram að sitja saman á þriðjudagskvöldum kl. 20.00.

Til stuðnings heimaiðkuninni tókum við upp tónheilun djúpslökun og metta hugleiðslu síðastliðið þriðjudagskvöld 17. mars. Njótið elsku vinir.

 

Tónheilun djúpslökun

Í þessari 30 mínútna tónheilun er í upphafi leitt inní fjórar stoðir núvitundar til að efla meðvitund og kyrra hugann. Tíðni og tónar kristalskálanna skapa jafnvægi í öllu orkusviði líkamans og gefa djúpa og nærandi hvíld.

Ásta Arnardóttir 17.03.2020

Sækja

Metta hugleiðsla

Metta hugleiðsla er leidd hugleiðsla sem vökvar fræ vináttu og góðvildar. Í upphafi og lok hugleiðslunnar er sungin mantra “Om tare tuttare ture soha”, heilandi mantra samkenndar og friðar. Tilvalið að syngja með í upphafi og í lokin.

Ásta Arnardóttir 17.03.2020

Sækja

 

DAGSKRÁ 2019 – 2020

Hugleiðsla þriðjudaga kl. 20.00 – 21.30

Hugleiðsludagur í Yogavin 22. mars FELLUR NIÐUR

Kyrrðarvaka með Sharda Rogell 6. – 11. júní

Sjá nánari upplýsingar

 

VIPASSANA-2020

 

Megi allar skynverur vera hamingjusamar

Megi allir lifa í friði og sátt

Megi allar skynverur þekkja sitt sanna eðli viksu og kærleika